Mahler nr. 2 á Listahátíð

English below

Upprisusinfónía Mahlers er ein stórfenglegasta sinfónía allra tíma. Hljómsveitin er risastór og nýtur sín til fulls í tignarlegum hápunktum, auk þess kallar Mahler til leiks tvær söngkonur og blandaðan kór. Osmo Vänskä þekkir tónmál Mahlers betur en flestir aðrir og hefur nýverið hljóðritað sinfóníuna með Minnesota- hljómsveitinni.

Mótettukór Hallgrímskirkju er í fremstu röð íslenskra kóra og kemur hér fram í stækkaðri mynd eins og hæfir þessari risavöxnu sinfóníu. Þessir tónleikar eru stórviðburður sem enginn unnandi sinfónískrar tónlistar má missa af.

Söngkonurnar sem hér koma fram eru í fremstu röð á heimsvísu. Christiane Karg hefur um árabil vakið aðdáun fyrir silkimjúka og tæra sópranrödd sína, er fastagestur við Covent Garden og La Scala-óperuhúsin og hefur tvívegis unnið til hinna virtu Echo Klassik-verðlauna. Bandaríska mezzósópran-söngkonan Sasha Cooke sérhæfir sig í flutningi á tónlist Mahlers og hefur meðal annars hlotið Grammy-verðlaun fyrir túlkun sína á verkum hans.

EFNISSKRÁ
Gustav Mahler Sinfónía nr. 2, Upprisusinfónían

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Osmo Vänskä

EINSÖNGVARAR
Christiane Karg
Sasha Cooke
KÓR
Mótettukór Hallgrímskirkju

Tónleikakynning í Hörpuhorni kl. 18:00

----

Mahler's Resurrection Symphony is one of the grandest symphonies of all time. Scored for a gigantic orchestra, mixed chorus, and two female vocalists, it makes full use of the sonorities of such a large group with its sweeping gestures and majestic climaxes. Osmo Vänskä knows Mahler's musical language better than most, having recently recorded this work with the Minnesota Orchestra.

The soloists on the programme come from the top ranks of vocal artists. Christiane Karg, revered for years for her crystal clear yet silken voice, is a frequent guest at Covent Garden and La Scala and a two-time winner of Germany's coveted Echo Klassik award. American mezzo-soprano Sasha Cooke specialises in performing works by Mahler and has won a Grammy Award for her interpretation of his music. The Motet Choir of Hallgrímskirkja stands at the forefront of Iceland's rich choral tradition. The choir appears here in expanded form, as is appropriate for this enormous symphony.

Iceland Symphony is Iceland's national orchestra and gives weekly concerts in Harpa, Reykjavík, from September to June.
The orchestra was founded in 1950 and is one of the leading institutions on the Icelandic cultural scene. It has performed to great acclaim at international festivals and in concert halls, including the BBC Proms in 2014, as well as New York's Carnegie Hall and Vienna's Musikverein.

Conductor: Osmo Vänskä

Soloists: Christiane Karg and Sasha Cooke

Choir: Motet Choir of Hallgrímskirkja
Read more